Tímabilinu er lokið hjá Ægi Þór Steinarssyni og félögum í bandaríska háskólaliðinu Newberry en í síðustu viku lá liðið 83-77 gegn Wingate skólanum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í SAC-riðlinum. Newberry leikur í 2. deild bandaríska háskólaboltans og mættu Wingate á útivelli.
 
Ægir Þór Steinarsson var í byrjunarliði Newberry og gerði 17 stig í leiknum og gaf 6 stoðsendingar á 30 mínútum í leiknum. Dondray Walker var stigahæstur hjá Newberry með 21 stig.
 
Tímabilinu hjá Ægi Þór er því lokið sem lék 24 leiki með Newberry og gerði í þeim 8,2 stig að meðaltali í leik. Hann var stoðsendingahæsti leikmaður liðsins með 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik og 1,3 stolinn bolta.