Ægir Þór Steinarsson og félagar í bandaríska háskólanum Newberry kláruðu venjulega deildarkeppni í SAC riðlinum af krafti með því að vinna fjóra síðustu leiki sína. Í síðasta leiknum var ekki laust við dramatíkina en Newberry hafði 85-83 sigur í leiknum gegn Lenoir-Rhyne.
 
Ægir Þór var í byrjunarliðinu og skoraði 10 stig ásamt því að gefa 4 stoðsendingar á 31 mínútu. Stigahæstur var Mitch Riggs með 21 stig.
 
Í kvöld hefjast úrslitin í SAC riðlinum í II deild NCAA háskólaboltans þar sem Newberry mætir Wingate skólanum. Newberry hafnaði í 6. sæti deildarkeppninnar en Wingate í því þriðja. Leikið verður á heimavelli Wingate svo það er á brattann að sækja hjá Ægi og félögum.