Grindavík landaði tveimur stigum í Dalhúsum í kvöld þegar liðið lagði Fjölni 72-91 í Domino´s deild kvenna. Björn Ingvarsson lét sig ekki vanta og splæsti í myndasafn frá viðureign liðanna.
 
Fanney Lind Guðmundsdóttir var stigahæst í liði Fjölnis í kvöld með 24 stig og 11 fráköst en hjá Grindvíkingum var Crystal Smith atkvæðamest með 22 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.
 
Eftir leiki kvöldsins er Fjölnir sem fyrr á botni deildarinnar en Grindavík náði að jafna Njarðvík að stigum og deila liðin nú með sér 6.-7. sæti, bæði með 16 stig.