Hörður Axel Vilhjálmsson gerði 10 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Mitteldeutscher BC vann í gær stóran og öruggan 92-58 sigur gegn Braunschweig í þýsku Bundesligunni.
 
 
Sex leikmenn MBC gerðu 10 stig eða meira í leiknum og þeirra atkvæðamestur var Malte Schwarz með 18 stig. MBC er nú í 14. sæti deildarinnar með 10 sigra en skjótt geta veður skipast í lofti því s.Oliver Baskets sem eru í áttunda og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina eru með 12 sigurleiki.