Bikarhelgi yngri flokka fór fram í Ásgarði í Garðbæ um síðastliðna helgi. Ljósmyndurum var heimilt að taka myndir af fögnuði sigurliða á gólfinu að leikjum loknum svo því sé haldið til haga. Að öllu gamni slepptu er þessi helgi jafnan stór og viðburðarík, níu bikarmeistarar krýndir, fimm á laugardag og fjórir á sunnudag. Öll veislan var svo sýnd í beinni netútsendingu hjá Sport TV.
 
Allir bikarleikir helgarinnar eru nú aðgengilegir inni á Sport TV og hægt að kaupa upptökur allra níu leikjanna með því að smella hér.
 
Karfan.is lét sig heldur ekki vanta með myndir, myndasöfn og umfjöllun úr öllum leikjunum.
 
Dómarar á helginni voru einnig önnum kafnir þar sem þeir fylgdust vel með störfum hvors annars gegnum forritið Observer sem er frá FIBA. Forritið hjálpar við að greina frammistöðu dómaranna í leiknum og fóru fram umræður millum þeirra að leikjum loknum. Greining þessa helgina var undir handleiðslu Kristins Óskarssonar og Jóns Benders en Kristinn er FIBA Instructor á Íslandi. Samkvæmt forskrift frá FIBA hefur Instructor í hverju landi umsjón með kennslu og fræðslu dómara.
 
Þónokkrir spennuleikir voru á boðstólunum um helgina og ljóst að framtíðin er björt og margir sterkir einstaklingar sem munu láta á sér kræla á næstunni eða hafa þegar tekið sín fyrstu spor í efstu deildum landsins.
 
Störfin eru mörg þegar svona helgi fer fram og fórst Garðbæingum þessi frumraun vel úr hendi og umgjörðin góð svo helgin var vissulega til heilla bæði fyrir KKÍ og Stjörnuna. Keflvíkingar unnu flesta bikartitla þessa helgina eða samtals þrjá, í stúlknaflokki, 9. flokki kvenna og unglingaflokki kvenna.
 
Umfjallanir og myndasöfn Karfan.is frá bikarhelgi yngri flokka 2013:
 
  
 
Mynd/ tomasz@karfan.is