Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og beindust flestra augu vafalítið að stórslag San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder. Spurs höfðu betur í slagnum 105-93 og þá fengu liðsmenn New York Knicks stóran skell þegar þeir heimsóttu Golden State í Oracle Arena.
 
San Antonio 105-93 Oklahoma
Tony Parker lék ekki með Spurs í leiknum en stigahæstur í liði Spurs að þessu sinni var Tiago Splitter með 21 stig og 10 fráköst. Alls sex leikmenn Spurs gerðu 11 stig eða meira í leiknum og næstur á mælendaskránni á eftir Splitter var Kawhi Leonard með 17 stig. Kevin Durant gerði 26 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar hjá OKC. Russell Westbrook bætti við 25 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum og Serge Ibaka landaði tvennu með 13 stig og 16 fráköst. Spurs tróna á toppi vesturdeildarinnar með 49 sigra og 15 tapleiki en Oklahoma fylgja þar fast á eftir með 47 sigra og 17 tapleiki.
 
Golden State 92-63 New York
Stephen Curry var stigahæstur hjá Golden State með 26 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Hjá New York var Carmelo Anthony með 15 stig, 4 af 15 í teignum og 0 af 2 í þristum en tók þó 10 fráköst. J.R. Smith var hent út úr húsi í leiknum og kvaddi hann leikinn með 9 stig en brottrekstrarsökin virtist nokkuð lítil.
 
Tilþrif næturinnar
 
 
Úrslit næturinnar
 

FINAL
 
7:00 PM ET
BKN
97
PHI
106
28 18 29 22
 
 
 
 
24 29 29 24
97
106
  BKN PHI
P Williams 27 Hawes 24
R Evans 11 Young 10
A Williams 13 Holiday 11
 
Highlights
 
FINAL
 
8:30 PM ET
OKC