Njarðvíkingurinn Marcus Van er Gatorade-leikmaður 16. umferðar í Domino´s deild karla. Marcus fór þá mikinn með Njarðvíkingum í sigri grænna í Ásgarði, 87-77.
 
 
Marcus gerði 17 stig í leiknum, tók 23 fráköst og varði 3 skot og fyrir sína þátttöku í leiknum rakaði hann inn 41 framlagsstigi. Hann var 7 af 8 í teignum svo það má segja að þau hafi ekki verið mörg feilsporin hjá honum þennan leikinn.