Haukur Helgi Pálsson og félagar í Manresa máttu sætta sig við sautján stiga ósigur gegn Unicaja í ACB deildinni á Spáni í kvöld. Lokatölur 63-80 Unicaja í vil. Haukur Helgi gerði 3 stig í liði Manresa.
 
Manresa 63-80 Unicaja
Haukur lék í tæpar 17 mínútur í kvöld og skoraði þrjú stig eins og áður greinir. Hann var einnig með tvö fráköst í leiknum en öll stigin hans að þessu sinni komu af vítalínunni þar sem hann setti niður 3 af 4 vítum sínum í leiknum.
 
Manresa er sem fyrr á botni ACB deildarinnar með 4 sigra og 20 tapleiki.