Landsliðsmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson máttu báðir þola tap í ACB deildinni um helgina. Zaragoza lá gegn Barcelona og Manresa tapaði botnslag gegn Valladolid.
 
Barcelona 89-81 Zaragoza
Jón Arnór gerði 7 stig í liði Zaragoza og var með 2 fráköst og 2 stoðsendingar. Stigahæstur hjá Zaragoza var Henk Norel með 25 stig. Hjá Barcelona var Juan Carlos Navarro með 28 stig.
 
Valladolid 86-73 Manresa
Haukur Helgi Pálsson kom ekki við sögu í leiknum en stigahæstur í tapliði Manresa var Troy DeVries með 28 stig. Hjá Valladolid var Nacho Martin með 19 stig.