Magnús Þór Gunnarsson skytta þeirra Keflvíkinga lék þann 21. október sl. sinn 500. leik fyrir Keflavík þegar Keflvíkingar mættu Haukum í bikarkeppninni.  Magnús hefur leikið allan sinn feril með Keflavík að undan skildum tveimur árum í Njarðvíkinni.  Magnús sagði í stuttu spjalli nú fyrir stundu að minnistæðasti leikurinn á ferlinum sem stendur var bikarúrslitaleikurinn á síðasta ári. Þá lyfti hann fyrsta bikar sínum á ferlinum þar sem að faðir hans var ekki viðstaddur en faðir hans lést úr krabbameini fyrir fáeinum árum síðan. “Sá titill var fyrir hann” sagði Magnús