Hildur Sigurðardóttir mætir vel merkt til leiks í úrslitakeppnina en við lok deildarkeppninnar fékk hún myndarlegan skurð á enni í leik gegn KR og má hér í meðfylgjandi mynd sjá afraksturinn. Sauma þurfti fimm spor í Hildi.
 
Lokaleikur deildarinnar tók sinn toll í Hólminum því Berglind Gunnarsdóttir fór aftur úr axlarlið en verður með í úrslitakeppninni. Snæfell mætir KR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og er með heimaleikjaréttinn. Fyrsta viðureign liðanna er í Stykkishólmi þann 3. apríl næstkomandi.