Liðsmenn Vængja Júpíters í 2. deild karla standa að körfuboltamóti í Dalhúsum í Grafarvogi þann 28. mars næstkomandi eða á Skírdag. Mótið stendur frá kl. 9:30-14:00 og er fyrir áhugamenn, leikmenn í úrvals- og 1. deild eru ekki gjaldgengir.
 
 
Leikið verður 2×10 mínútur í fimm manna liðum. Þátttökugjald er kr. 10.000,- á hvert lið en skráning og frekari upplýsingar fara fram á eiki1987@hotmail.com
 
 
Verðlaun verða í boði Hámark og Powerade