Er það von að fólk spyrji…í netheimum hafa menn leitað loganda ljósi að uppákomunni sem átti sér stað í gær þegar flautað var til hálfleiks í viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar en þá var Jovan Zdravevski hent út úr húsi eftir samskipti sín við Magnús Þór Gunnarsson leikmann Keflavíkur.
 
Karfan.is hefur heimildir fyrir því að fjöldamargir séu á höttunum eftir því hvort uppákoman hafi náðst á myndband og þeirra á meðal séu fjölmiðlar…sem er skrýtið því maður hefði nú ætlað að þeir hefðu verið á leiknum!