Þá er komið að því, sjálf úrslitakeppnin í Domino´s deild karla hefst í kvöld og eru tveir leikir á dagskránni. Báðir hefjast þeir auðvitað kl. 19:15 en leikið er í Garðabæ og Þorlákshöfn.
 
Þór tekur á móti KR í Icelandic Glacial Höllinni og Stjarnan tekur á móti Keflavík. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram í undanúrslitin. Viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
 
Nánar um úrslitakeppni karla á eftir en hér má líta alla leiki dagsins.