Í kvöld fer fram lokaumferðin í Domino´s deild karla en allir sex leikir umferðarinnar hefjast kl. 19:15. Hverjir falla og hvernig verður úrslitakeppnin endanlega skipuð? Þetta eru helstu spurningarnar sem brenna á fólki fyrir kvöldið og nokkuð ljóst að þessi umferð verður vægast sagt hjartastyrkjandi. Þá er risaslagur í 1. deild karla þegar Valur tekur á móti Hamri.
 
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla:
 
Keflavík – ÍR
Tindastóll – Grindavík
Fjölnir – Stjarnan
KFÍ – KR
Skallagrímur – Þór Þorlákshöfn
Snæfell – Njarðvík
 
 
Við birtum á fimmtudag þá möguleika sem í boði eru fyrir kvöldið og setjum þá hér með aftur:
 
Aðeins tvö lið sem geta ekki endað í öðru sæti en þau eru núna, það eru Grindavík og Stjarnan. Eins og öllum ætti að vera ljóst varð Grindavík deildarmeistari og endar því í 1. sæti.
 
Þór Þ getur endað í 2. 3. eða 4. sæti.
Snæfell 2. eða 3.
Stjarnan 3. eða 4.
Keflavík 5. eða 6.
Njarðvík 5., 6. eða 7.
KR 6. eða 7.
Skallagrímur 8. eða 9.
ÍR  8., 9., 10. eða 11.
Tindastóll 8., 9., 10., 11. eða 12.
Fjölnir 9., 10., 11. eða 12.
KFÍ 10., 11. eða 12.
 
ÍR, Tindastóll, Fjölnir og KFÍ geta því öll fallið.
 
En úrslitakeppnin getur litið svona út:
 
Grindavík – Skallagrímur/ÍR/Tindastóll
Þór Þ./Snæfell – Njarðvík/KR
Þór Þ./Snæfell/Stjarnan  - Keflavík/Njarðvík
Stjarnan/Þór Þ – Keflavík/Njarðvík
 
Mynd/ Þorleifur og deildarmeistarar Grindavíkur verða í Síkinu í Skagafirði í kvöld.