Í kvöld fer fram heil umferð í Domino´s deild kvenna og hefjast allir fjórir leikirnir kl. 19:15. Toppliðin Keflavík og Snæfell mætast í Toyota-höllinni þar sem Hólmarar geta með sigri jafnað Keflavík á toppi deildarinnar. Keflavík á þó tvo leiki til góða á Snæfell þar sem Keflavík hefur fyrir kvöldið í kvöld leikið 23 leiki en Snæfell 25.
 
Leikir kvöldsins, Domino´s deild kvenna, kl. 19:15:
 
Valur – Grindavík
Keflavík – Snæfell
Haukar – Fjölnir
KR – Njarðvík
 
 
Mynd úr safni/ Heiða: Jessica og Keflvíkingar taka á móti Snæfell í kvöld.