Leikið er í bæði Domino´s deild karla og kvenna í kvöld. Tveir leikir fara fram í Domino´s deild kvenna og einn í Domino´s deild karla þegar KFÍ tekur á móti Grindavík kl. 19:15 í mikilvægum slag.
 
Ísfirðingar eru á botni deildarinnar með 10 stig en Grindavík á toppnum ásamt Snæfell. Ísfirðingar geta með sigri komið sér úr fallsæti en gulur sigur kemur Grindvíkingum aftur einum í toppsætið.
 
Í úrvalsdeild kvenna tekur Valur á móti Haukum kl. 19:15 í Vodafonehöllinni en þessi tvö lið berjast nú hart um sæti í úrslitakeppninni, Valskonur í 4. sæti með 26 stig en Haukar í 5. sæti með 22 stig. Þá eigast við Fjölnir og KR í Dalhúsum kl. 19:15 en Fjölniskonur eru þegar fallnar niður um deild.
 
 
Mynd/ Pitts og félagar í botnliði KFÍ fá topplið Grindavíkur í heimsókn í kvöld.