Í kvöld fara fram fjórir leikir í 1. deild karla en venjulegri deildarkeppni er við það að ljúka. Haukar geta með sigri í kvöld ýtt Valsmönnum úr toppsæti deildarinnar.
 
Leikir kvöldsins í 1. deild karla:
 
19:15 ÍA – Augnablik
19:15 Haukar – Breiðablik
19:15 FSu – Höttur
20:00 Þór Akureyri – Reynir Sandgerði
 
Á sunnudag mætast svo Valur og Hamar í stórleik í Vodafonehöllinni.