Um næstu helgi fara fram bikarúrslit yngri flokka. Þetta árið fer bikarúrslitahelgin fram í Ásgarði í Garðabæ. KKÍ hefur þegar gefið út leiktíma í hverjum flokki bæði laugardag og sunnudag sem nálgast má hér.
 
Í kvöld mætast Keflavík og Valur í stúlknaflokki kl. 18:30 í bikarkeppninni. Kl. 19:00 mætast Hamar og Fjölnir b í 1. deild kvenna. 19:30 eigast við Njarðvík og Fjölnir í unglingaflokki í bikarnum sem og Þór Þorlákshöfn/Hamar sem tekur á móti ÍR kl. 20:00 í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn.