Í kvöld lýkur 19. umferð í Domino´s deild karla með tveimur leikjum. Viðureign Þórs í Þorlákshöfn og Tindastóls verður í beinni netútsendingu hjá Tindastóll TV. Þá mætast Njarðvík og Fjölnir í Ljónagryfjunni en báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.
 
Þórsarar eru í dag í 3. sæti deildarinnar en geta með sigri jafnað Snæfell í 28 stig og þá deila liðin með sér 2. sætinu. Tindastóll er í 9. sæti deildarinnar með 12 stig og geta með sigri jafnað Skallagrím í 14 stig í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.
 
Fjölnismenn sitja í botnsæti deildarinnar og eru að berjast fyrir lífi sínu þegar þeir mæta einu heitasta liði landsins í kvöld. Njarðvíkingar hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og unnið þrjá síðustu deildarleiki sína.
 
Einnig er leikið í 1. deild karla í kvöld:
 
19:15 ÍA – Hamar
19:15 Haukar – Augnablik
19:15 FSu – Reynir Sandgerði
20:00 Þór Akureyri – Valur (beint á thorsport.is/tv)
 
 
Mynd/ tomasz@karfan.is