Mönnum var heitt í hamsi í Toyota-höllinni í gær og þeir félagar á Leikbrot.is hafa nú sett ansi magnaða fléttu inn á vefsíðuna sína þar sem það sauð á mönnum og lá við áflogum. Óhætt er að segja að netheimar hafi logað í dag vegna leiksins í gær og morgunljóst að litlar ástir eru millum Keflavíkur og Stjörnunnar þessi dægrin. Spurning hvort ekki þurfi að setja upp forsölu á oddaleik liðanna á fimmtudag eig síðar en akkúrat núna.