Njarðvík og KR áttust við í fyrsta bikarúrslitaleik dagsins í Ásgarðinum í 9. flokki karla. Leikurinn var gríðarlegar jafn og spennandi og skiptust liðin nokkru sinnum á forustunni. Það fór svo að KR sigraði 60-61 eftir glæsilegan endasprett leiddan áfram af Þóri Guðmundi Þorbjarnarsyni.
 
Byrjunarlið Njarðvíkur: Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson, Jón Arnór Sverrisson, Adam Eiður Ásgeirsson, Hermann Ingi Harðarson og Sigurjón Gauti Friðriksson.
 
Byrjunarlið KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson, Karvel Ágúst Schram, Ingvi Karl Jónsson, Eyjólfur Ásberg Halldórsson og Arnór Hermannsson.
 
Leikurinn byrjaði jafn og skiptust liði á fyrstu körfunum. KR komst í 4-8 með gegnumbrotum á meðan að Njarðvík gekk verr að komast að körfunni. Arnór Hermannsson skellti niður glæsilegum þrist en Adam Eiður svara með góðum tvist og heldur KR í seilingar fjarlægð. Eftir smá kafla hjá báðum liðum þar sem boltinn vildi ekki niður ákvað Örvar Þór Kristjánsson þjálfari Njarðvíkur að taka leikhlé að aðeins fara yfir leikskipulagið hjá sínum mönnum. Adam Eiður jafnaði leikinn í 12-12 með því að skora og fá vítaskot að auki sem hann setti niður.
 
KR byrjar annan leikhlutann betur neð 5-2 kafla á fyrstu mínútunni. Efitr það skiptast liðin á körfum. Njarðvík kemst yfir í fyrsta skiptið í leiknum í stöðunni 22-21 eftir hraðaupphlaup sem Jón Arnór Sverrisson leiddi og átti hann skemmtilega “no-look” stoðsendingu á Gunnlaug Svein Hafsteinsson sem skoraði örugglega úr sniðskotinu. Meðbyrinn var því kominn Njarðvíkur meginn og KR gekk illa að fá boltann ofan í hringinn þrátt fyrir nokkur ágætis færi. Njarðvík eykur muninn í 24-21, neyðist þá Bojan Desnica að taka leikhlé. KR hélt áfram að ganga illa eftir leikhléið og stálu Njarðvík boltanum af þeim í nokkur skipti. Adam Eiður smellti svo niður þrist fyrir Njarðvík og kom þeim 7 stigum yfir, 29-22, þegar rétt rúm mínúta er til hálfleiks. Þannig var svo staðan í hálfleik.
 
Stigahæstir í hálfleik fyrir Njarðvík voru Adam Eiður Ásgeirsson með 13 stig/5 fráköst/3 varin skot og Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson með 10 stig og 3 stoðsendingar. Hjá KR var Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson stigahæstur með 10 stig og 8 fráköst.
 
Sóknin hjá KR gekk ágætlega en þeir voru með fá svör í vörninni og gekk Njarðvík auðveldlega að skora hvort sem það voru sniðskot eða þriggjastiga. Það virtist vera hafa áfhrif á KR að ná ekki að minnka muninn en þá tók Þórir Guðmundur Þorbjarnarson leikinn í sínar hendur og sótti stíft að körfunni og uppskar tvö sniðskot og víti að auki. Við það kom upp rífandi stemning hjá KRingum, Ingimar Þórir Baldursson smellti niður þrist og Eyjólfur Ásberg Halldórsson stal svo boltanum, setti niður sniðskotið og fékk víti að auki og jafnaði leikinn í 41-41. Sjálfstraustið komið í hámark og KR héldu áfram að bæta í, komust 4 stigum yfir en Njarðvík gafst ekki upp svo auðveldlega og með flautuþrist kom Jón Arnór Sverrisson Njarðvík aftur yfir í stöðunni 46-45.
 
Flautuþristurinn hafði góð áhrif á Njarðvík sem juku muninn í 52-45 í upphafi fjórðaleikhluta þar sem að Snjólfur Marel Stefánsson var með fjögur stig í röð. Eftir leikhlé hjá KR komu þeir ákveðnari til leiks og setti Eyjólfur Ásberg niður þrist og minnkaði muninn. Ingvi Karl Jónsson og Þórir Guðmundur bættu svo við og KR aðeins tveimur stigum undir þegar leikhlutinn var hálfnaður. Njarðvík voru orðnir taugastrekktir og gekk illa að skora, réðu síðan ekkert við Þóri Guðmund í vörninni sem skoraði 7 stig í röð og kom KR í 57-61. Jón Arnór þrumar niður mikilvægum þrist fyrir Njarðvik með mínútu til stefnu og minnkar muninn í 1 stig. Eftir góða vörn Njarðvíkur fær KR dæmdar á sig 8 sek. og Njarðvík fær því boltann með 20 sek. til leiksloka. KR spilaði hins vegar hörku svæðisvörn og Njarðvík komst ekki nálægt körfunni og KR sigrar því með 1 stigi.
 
Stigahæstir hjá Njarðvík: Adam Eiður Ásgeirsson 29 stig/9 fráköst/3 varin skot, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 10 stig/3 fráköst/4 stoðsendingar, Jón Arnór Sverrisson 8 stig/5 fráköst/6 stoðsendingar, Örlygur Ernir Gunnarsson 0 stig/10 fráköst.
 
Stigahæstir hjá KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 28 stig/21 fráköst/4 stoðsendingar, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 16 stig/5 fráköst/4 stolnir boltar, Ingvi Karl Jónsson 9 stig/4 fráköst.
 
Leikmaður leiksins: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson.
 
 
 
Fylgstu með Karfan.is á Twitter:

@Karfan_is