Keflvíkingar tryggðu sér 5. sætið í Dominos deildinni og um leið slökktu þeir allar vonir ÍR-inga að ná sæti í úrslitakeppninni í ár. 87:78 var lokastaða leiksins og fá ÍR-ingar prik fyrir vaska frammistöðu og einnig fá stuðningsmenn þeirra prik fyrir góðan stuðning úr stúkunni.  Keflvíkingar mæta Stjörnunni í úrslitakeppninni en ÍR-ingar eru komnir í sumarfrí þetta árið. 
 
 
 
1. leikhluti
02:09
 - Keflvíkingar nú þegar komnir í 8:0 eftir frábæra byrjun. Liðið að spila vel saman og Herbert strax búin að taka leikhlé því hans menn virðast ekki vera mættir til leiks. 
 
06:51   – ÍRingar eru að vakna aðeins til lífsins og stuðningsmenn þeirra eru vel með á nótunum og heyrist vel í þeim.  Sovic var að setja þrist niður nú rétt íþessu og minnka mun Keflvíkinga í 3 stig eða 13:10
 
08:44  -  ÍR búnir komnir tveimur stigum yfir hér í Toyotahöllinni. Eric Palm að setja huggulegt sniðskot niður. 16:18
 
Eftir fyrsta leikhluta er staðan 19:22 ÍR í vil og eflaust kemur það einhverjum á óvart miðað við fyrstu mínútur leiksins þegar Keflvíkingar skoruðu 8:0.  Keflvíkingar virðast virka hálf áhugalausir en hafa þó ekki mikið fyrir því að skora á vörn þeirra ÍR-inga.  Þeir þurfa hinsvegar að laga varnarleikinn sinn. 
 
Darrel Lewis 8 stig.  hjá Keflvík en Eric James með 6 stig hjá ÍR. 
 
2. Leikhluti.

15:41  ÍR-ingar halda áfram sínu striki og gefa hvergi eftir. Vörn Keflvíkinga eins og gatasigti og til að bæta gráu ofaní svart þá er sóknarleikur þeirra afar dapur.  Staðan er 23:34 gestina í vil.

 
17:20   Sigurður Ingimundarson hefur fengið nóg og tekur leikhlé í sama augnabliki og Eric James smellir þrist í grillið á þeim Keflvíkingum og kemur þeim í 25:37.   Það vantar allan kraft í heimamenn og nokkuð ljóst að hálfleiksræða SIgurðar verður beitt ef leikur þeirra lagast ekki fram að hálfleik. 
 
20:00   Keflvíkingar hófu að pressa eftir skoraðar körfur. Og dældu einnig boltanum á Michael Craion sem er vill viðráðanlegur á blokkinni, í það minnsta eiga ÍR-ingar í mesta basli með kappann. Það skilaði þeim vænlegri stöðu fyrir hálfleikinn.   Aðeins 6 stig skilja liðin í hálfleik 38:44.  Eins og staðan er núna þá eru ÍR-ingar á leið í úrslitakeppnina.
 
3. Leikhluti.
 
22:00   Kannski eins og flestir bjuggust við erum Keflvíkingar búnir að jafna leikinn 44:44 eftir fyrstu tvær mínúturnar í seinni hálfleik. Það allt annar keimur á leikmönnum nú í seinni hálfleik en ÍR-ingar virðast heillum horfnir. 
 
25:00   Staðan er 52:50 Keflvikinga í vil og eitthvað virðast ÍR-ingar vera brothættir í þessum leik en þó ná þeir að halda í við Keflvíkinga.  Darrel Lewis er komin í gang hjá Keflvíkingum og á í orðaskaki við Nemanja Sovic  eftir að hafa sett niður einn af hans frægu spjaldið oní skotum. 
 
28:00   Þó Keflvíkingar hafi vissulega tekið til í sínum leik þá eiga þeir í basli með að hrista ÍR-inga almennilega af sér.  Breiðholtsdrengir að sína fína baráttu og hugsanlegt að þeir viti það að úrslitakeppnin er í þeirra höndum þar sem að Skallagrímur er að tapa í Borgarnesi. 56:55 er staðan
 
30:00    Staðan er 64:59 heimamenn í vil og nú fara fram örlagaríkar mínútur fyrir ÍR. 
 
4. leikhluti
 
33:00  68:62 og þessi leikur getur farið algerlega á beggja vegu.  Keflvíkingar virðast hinsvegar vera í bílstjórasætinu en ÍR-ingar eru afar óskynsamir í sóknarleik sínum þessar stundirnar. 
 
35:00  Magnús Þór setti erfiðan þrist niður fyrir Keflvíkinga en Eric James hjá ÍR svaraði í sömu mynt.  71:67.  
 
37:00  Frákastabaráttan er að fara illa með ÍR-inga.  Keflvíkingar eru hvað eftir annað að fá annan séns í sókn sinni og það er dýrkeypt.  Sovic var hinsvegar að setja niður rándýran þrist sem heldur ÍR í leiknum. 77:72 heimamenn í vil.
 
38:00   ÍR-ingar eru búnir að jafna 78:78 með frábærri baráttu hér á lokasprettinum.  Keflvíkingar kærulausir í sóknarleik sínum og ÍR-ingar að eflast.  2 mínútur til loka og Breiðhyltingar finna fnyk af úrslitakeppnissæti. 
 
39:00  Billy Baptist setti niður þrist fyrir Keflvíkinga og má segja að þessi þristur fari langt með það að loka þessum leik.  ÍR-ingar fóru í sókn þar sem Svenni Classi klikkaði á þrist og þrátt fyrir sóknarfrákast hjá Eric James þá tapaði hann boltanum.  81:78 Keflavík í vil og þeir eiga boltann þegar mínúta er til loka. 
 
Leik lokið.
 
Þrátt fyrir ágætis baráttu ÍR allt til loka leiks þá voru síðustu 2 mínúturnar þeim erfiðar og Keflvíkingar skynsamir í sínum aðgerðum.  Tímabil ÍR er lokið en Keflvíkingar mæta Stjörnunni í úrslitakeppninni.