Topplið Keflavíkur verður deildarmeistari í Domino´s deild kvenna í kvöld hafi þær sigur á Snæfell. Ef sigur vinnst hjá heimakonum í Toyota-höllinni fá þær deildarmeistaratitilinn afhentan.
 
Keflavík hefur 40 stig á toppi deildarinnar og hafa leikið 23 leiki og hafa betur innbyrðis gegn Snæfell, hafa unnið þrjár deildarviðureignir gegn Hólmurum. Snæfell er með 38 stig í 2. sæti deildarinnar og hafa leikið 25 leiki. Sigur hjá Keflavík í kvöld eykur forskot liðsins upp í fjögur stig á toppi deildarinnar og þá gæti Snæfell aðeins jafnað að því loknu. Svo til að Snæfell verði deildarmeistari verður liðið að ná tveggja stiga forystu á Keflavík í deildartöflunni þar sem Keflavík hefur betur innbyrðis.
 
Staðan í Domino´s deild kvenna
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Keflavík 20/3 40
2. Snæfell 19/6 38
3. KR 16/8 32
4. Valur 13/12 26
5. Haukar 12/13 24
6. Njarðvík 8/16 16
7. Grindavík 7/18 14
8. Fjölnir 3/22 6