Keflvíkingar eru Íslandsmeistarar í 8. flokki karla eftir sigur á Fjölni í úrslitaleik í DHL Höllinni. Lokatölur leiksins voru 44-40 Keflavík í vil sem fögnuðu vel og innilega þegar titillinn var í höfn því þessi árgangur Keflvíkinga hefur í tvígang áður mátt sætta sig við silfrið.
 
Viðureign Keflavíkur og Fjölnis var æsispennandi, Keflvíkingar leiddu í fyrri hálfleik en Fjölnismenn náðu að minnka muninn í eitt stig í síðari hálfleik. Arnór Sveinsson er nafn til að leggja á minnið því kappinn er á yngra ári í flokknum en gerði 24 stig fyrir Keflavík í leiknum eða meira en helming stiga liðsins.
 
Mynd/ vf.is – Keflavíkurpiltar ásamt þjálfara sínum Birni Einarssyni.