Keflavík lenti í kvöld 1-0 undir gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla. Gestirnir úr Reykjanesbæ hófu leikinn með látum en Garðbæingar börðu sér leið inn í leikinn og voru mun sterkari í síðari háflleik. Jón Halldór sagði við Karfan TV að Keflvíkingar vissu að verkefnið yrði erfitt og að í kvöld hefði herslumuninn vantað.