Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga mátti lúta í lægra haldi með sínum mönnum í kvöld þegar Snæfell vann Njarðvík 2-1 í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla. Einar á ár eftir af samningi sínum og sagði við Karfan TV í kvöld að Njarðvíkingar ætluðu að styrkja enn frekar þær góðu stoðir sem hafa verið í byggingu hjá félaginu síðustu misserin.