Kjartan Atli Kjartansson sat nokkuð á dreng sínum eftir tapleik Stjörnunnar í Toyota-höllinni í kvöld. Hann sá ástæðu til þess að senda Sigurði Ingimundarsyni þjálfara Keflavíkur væna sneið í viðtalinu við Karfan TV eftir leik. Keflavík vann leikinn 100-87 og jafnaði þar með metin 1-1 í einvíginu svo það verður oddaleikur í Ásgarði á Skírdag.