Sigurður Ingimundarson, Magnús Þór Gunnarsson og Sveinbjörn Claessen mættu í viðtal hjá Karfan TV í gærkvöldi.  Magnús taldi að það þyrfti að lyfta andanum í hans liði fyrir úrslitakeppnina á meðan Sveinbjörn lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum með tímabilið og um leið að hann væri ÍR-ingur að eylífu þar sem að blátt blóð rynni um æðar hans.  Sigurður hrósaði ÍR-ingum fyrir vaska frammistöðu og einnig sínum mönnum að hafa klárað leikinn með sigri.