Viðtöl við þjálfara efstu liða í Dominos deild kvenna þá Sigurð Ingimundarson og Inga Þór Steinþórsson eru komin inn á Karfan TV. Þar er einnig viðtal við Pálínu Gunnlaugsdóttir eftir leikinn í gær.  Í viðtölunum við þjálfarana segir Ingi Þór meðal annars að Keflavíkurliðið þrátt fyrir sigur í deildinni sé ekki á leið í úrslitarimmuna.  Sigurður Ingimundarson svarar því í sínu viðtali og augljóst að þarna er verið að kynda vel upp fyrir úrslitakeppnina sem hefst þó ekki fyrr en eftir rúmar 3 vikur eða svo.  Fjórir leikir eru enn eftir í deildinni en þrátt fyrir það hafa Keflavíkurstúlkur nú þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og því heimavallarrétt út úrslitakeppnina.