Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur hafnað kæru Fjölnis um að endurtaka leik liðsins gegn Tindastól í Domino´s deild karla. Þetta kemur fram á www.kki.is. Fjölnismenn töpuðu leiknum í Skagafirði og féllu í gærkvöldi niður í 1. deild karla ásamt Tindastólsmönnum.
 
Fjölnismenn kröfðust þess að leikurinn gegn Tindastól yrði endurtekinn vegna þess að lokakarfa Tindastóls í leiknum kom þegar 4-5 sekúndur hafi liðið umfram leyfilega skotklukku. KKÍ birtir dóminn í heild sinni sem nálgast má hér.
 
Mynd/ Hjalti Árnason: Hreinn Birgisson skoraði körfuna umræddu sem Fjölnismenn voru ósáttir við og sögðu hana hafa komið vel eftir að tíminn á skotklukku hafi verið útrunninn. Í dómsorðum kemur fram að ekkert hafi verið við þessu að gera.