Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur dæmt Jovan Zdravevski í eins leiks bann eftir atvikið sem átti sér stað í annarri viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla. Jovan verður því ekki með Garðbæingum í oddaleiknum annað kvöld sem fram fer í Ásgarði.
 
Úrskurður aganefndar tekur gildi strax við birtingu og því er Jovan í banni annað kvöld. Allan dóminn má lesa hér.