Jón Arnór Stefánsson og félagar í Zaragoza gætu fengið áhugaverðan liðstyrk fyrir næsta tímabil ef hinn 18 ára Giannis Antetokoumpo verður ekki valinn í nýliðavali NBA fyrir næsta tímabil.  Giannis er frá Nígeríu að uppruna en er alinn upp í Grikklandi þar sem hann er nú orðinn einn mest spennandi ungi leikmaður í evrópu um þessar mundir.  Hann hefur skrifað undir samning við Zaragoza fyrir næsta tímabil en lið eins og Denver Nuggets, Toronto Raptors og Oklahoma City Thunders hafa öll augastað á drengum fyrir næsta nýliðaval.  

 

Giannis er 208 cm hár, með vænghaf um 220 cm og spilar stöðu leikstjórnanda.  Hann vakti mikla athygli á unglingamóti í Grikklandi þar sem hann kom liði sínu í úrslitaleikinn með stórleik, 33 stig, 18 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolnir boltar.  

 

Það er ljóst að auga margra verða á þessum dreng þegar nær dregur nýliðavalinu en hann mun að öllum líkindum taka þátt í Eurocamp æfingabúðum fyrir valið í Treviso á Ítalíu.  Fyrir áhugasama má sjá hérna fyrir neðan myndband af tilþrifum og hæfileikum drengsins, sjón er sögu ríkari.  

 

 

 

 

gisli@karfan.is 

mynd: nonni@karfan.is 

 

Fylgstu með Karfan.is á Twitter:

@Karfan_is