Þeir félagar í Sundsvall Jakob Sigurðarson og Hlynur Bæringsson hafa verið valdir í 5 manna lið vikunnar í sænsku deildinni. Þetta kemur fram á heimasíðu sænska körfuknattleikssambandsins.  Talað er um að þegar Sundsvall vantaði virkilega uppá þá steig Jakob upp og setti niður mikilvæg stig fyrir sitt lið.  Hlynur var svo ofaní þessa frammistöðu Jakobs með tvöfalda tvennu í öllum viðureignum sínum við 08 Stockholm (17-13, 17-11 og 13-11)  Vissulega frábær árangur hjá þeim félögum og fróðlegt að fylgjast með hvort þeir landi ekki þeim stóra í Svíþjóð í annað skiptið.