Það þarf ekki að orðlengja það frekar að síðasta umferðin er stuð og stemming í ár. Margir geta mætt mörgum í 8 liða úrslitum eins og Karfan.is var búin að greina frá. En liðin sem kepptu í Hólminum í kvöld Snæfell og Njarðvík gátu einmitt mæst í fyrstu umferð, sem þeir og gera eftir leik kvöldsins sem fór 83-79 fyrir heimamenn í jöfnum og skemmtilegum leik þar sem Njarðvík leiddi mestan part. Það er því nokkuð ljóst eftir leikinn að spennandi viðureign í 8-liða úrslitum er framundan. Ólafur Torfason var ekki í leikmannahóp Snæfells í kvöld nýbakaður faðirinn og sendum við fjölskyldunni hamingjuóskir.
 
Byrjunarliðin.
Snæfell: Jón Ólafur, Pálmi Freyr, Ryan Amoroso, Sigurður Þorvaldsson, Jay Threatt.
Njarðvík: Marcus Van, Ólafur Helgi, Elvar Már, Nigel Moore, Maciej S. Baginski.
 
Snæfell áttu fyrstu tvö stigin og var það næstum því það eina góða sem þeir gerðu fyrstu 4 mínúturnar, því þeir byrjuðu afleitlega.Vörnin slök og sóknir runnu út í sandinn með slökum sendingum og skotum. Njarðvíkngar hins vegar fengu færin sín auðveldlega og nýttu þau og voru komnir í 4-12. Eftir spjall við Inga Þór fór sóknin á hreyfast og vörnin að þéttast og berjast og Snæfell saxaði á 10-12. Leikurinn jafnaðist en Njarðvík hélt forystunni 21-22 og vantaði herslumunin á vörn Snæfells. Staðan eftir fyrsta hluta 23-27 fyrir Njarðvík.
 
Ekkert var skorað fyrr en Snæfell skoraði eftir rúmar tvær mínútur og staðan 25-27 þegar leikhlé var tekið. Snæfell jafnaði 30-30 og leikurinn var að fara vel í gang. Snæfell komst í 35-34 með þrist frá Sigurði Þorvalds og Pálmi bætti við 37-34. Nigel Moore svaraði fyrir Njarðvík með þremur 37-37 og meiri hraði og hittni komin í leikinn. Staðan var 44-43 í hálfleik og nóg að gera.
 
Stigahæstur hjá Snæfelli var Sigurður Þorvaldsson með 11 stig og næstu honum var Ryan Amoroso með 10 stig og 8 fráköst. Jón Ólafur var með 9 stig. Hjá Njarðvík var Nigel Moore kominn með 16 stig og Ólafur Helgi með 10 stig. Elvar Már Friðriksson var með 9 stig.
 
Njarðvíkurmenn sprettu úr spori og komust í smá forskot 46-51 og tóku 2-8 kafla í á fyrstu fjórum mínútum seinni hálfleiks. Snæfell hélt í við Njarðvík 55-59 með þrist frá Sveini Arnari en Njarðvíkingar voru heilt yfir að spila ágætlega, áttu góða spretti og keyrðu hratt á Snæfell í hverrri sókn í lok þriðja hluta með Elvar Má fremstan í flokki. Staðan 57-65 eftir þriðja hluta og Snæfellingar ekki eins sannfærandi.
 
Sigurður Þorvaldsson jafnaði með þrist 67-67 þegar Snæfellingar settu allt á fullt og sérstaklega varnalega og settu einnig niður stóru skotin því Jay Threatt fylgdi á eftir 71-67 og heimamenn náðu þarna 13-2 kafla og höfðu ekki verið svona mikið sprækir í leiknum. Snæfell komst í 74-67 áður en Njarðvík áttaði sig. Ryan Amoroso fór hamförum með tilþrifum sínum og troðslu og Snæfell leiddi 81-75 með þremur frá Sigurði.
 
Nigel Moore var ótt og títt fundinn upp á þriggja stiga línu og átti að taka stóru skotin og hitti ágætlega og setti tvo af tveimur til að halda Njarðvík á floti á síðustu mínútunum. Mjótt var á mununum undir lokin þegar Snæfell var yfir 81-77 og Sveinn Arnar braut á Ágústi Orrasyni í þriggja stiga skoti. Ágúst setti niður tvö víti 81-79 og Njarðvík náði frákastinu en fengu dæmdan á sig ruðning. Jay setti niður tvö víti 83-79 þegar 8 mínútur voru eftir og þar við  
 
Dómarar: Jón Bender, Einar Þór Skarphéðinsson og Halldór Geir Jensson
Þokkalegir í hörkuleik en geta bætt sig.
 
Snæfell-Njarðvík 83-79 (23-27, 21-16, 13-22, 26-14)
 
Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 23/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ryan Amaroso 21/19 fráköst, Jay Threatt 10/12 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 9, Sveinn Arnar Davíðsson 9, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Stefán Karel Torfason 4. Hafþór Ingi Gunnarsson 0. Óttar Sigurðsson 0. Tinni Guðmundsson 0. Jóhann Kristófer 0. Þorbergur Helgi 0.
 
Njarðvík: Nigel Moore 28/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 19/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 16, Maciej Stanislav Baginski 4, Marcus Van 4/5 fráköst, Ágúst Orrason 4/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2, Kristján Rúnar Sigurðsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Friðrik E. Stefánsson 0/4 fráköst, Brynjar Þór Guðnason 0.
 
Mynd úr safni/ Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur í liði Snæfells í kvöld. 
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín.