Jón Arnór Stefánsson var í viðtali nú nýlega í spænska ríkissjónvarpinu þar sem farið var yfir lauslega fjölskylduhagi hans og systkyna hans.  Þar var meðal annars skýrt frá þeim 5 árum sem Ólafur bróðir hans var hjá Ciudad Real í handboltanum og einnig sagt frá fótboltaferli Eggerts og tennisferli Stefaníu.  Jón segir einmitt í viðtalinu að fjölskylda hans sé mjög mikil íþróttafjölskylda.  Ef spænsku kunnáttan svíkur ekki undirritaðan þá er einnig talað um Guðmund Nóel,  son Jóns sem næsta Gull drenging (Chico de oro)  Hægt er að skoða myndskeiðið hér.