Nú þegar tvær umferðir eru eftir í Dominosdeild karla má segja að spennan sé yfirþyrmandi og sjaldan eða aldrei hefur spennan verið jafnmikil. Karfan.is fór yfir stöðuna og fann út í hvaða sætum hvert lið getur endað og komst að því að ellefu lið eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina og það er aðeins eitt lið sem á möguleika á að tryggja sér sitt sæti í næstsíðustu umferð.
 
En hér er listinn og fyrir aftan hvað sæti liðin geta endað í. Þegar hér er komið við sögu er einnig ljóst að Fjölnismenn munu ekki taka þátt í úrslitakeppninni þetta árið.
 
Grindavík 1., 2. eða 3.
Snæfell 1., 2., 3. eða 4.
Þór Þ 1., 2., 3., 4. eða 5.
Stjarnan 3., 4., 5. eða 6.
Keflavík 2., 3., 4., 5. og 6.
Njarðvík 4., 5., 6. eða 7.
KR 6. eða 7.
Skallagrímur 8. eða 9.
Tindastóll 8., 9., 10., 11. eða 12.
Fjölnir 9., 10., 11. eða 12.
ÍR 8., 9., 10., 11. eða 12.
KFÍ 8., 9., 10., 11. eða 12.
 
Það er því ljóst að það verður barist til síðasta blóðdropa út um allt land á fimmtudag og sunnudag.

Leikir morgundagsins í Domino´s deild karla:
 
Stjarnan – KFÍ
Grindavík – Fjölnir
ÍR – Tindastóll
Njarðvík – Keflavík
Þór Þorlákshöfn – Snæfell
KR – Skallagrímur