Upp með sokkana og út með bringuna því besti tími ársins er genginn í garð. Húsin fyllast, menn tryllast og svaðalegir leikir á boðstólunum og sumir þeirra í skruggugóðri og beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Nú.. menn hreinlega vakna ekki til að gíra sig upp í svona leiki, fá sér kaffi, kíkja í blað og demba sér svo í búning. Eitthvað nota menn nú til að keyra sig upp í þessi ósköp. Hvað gæti það nú mögulega verið? Karfan.is kíkti á nokkur augnablik sem eru vel til þess fallin að veita vindi í seglin.
 
Orðlistin…penninn er beittari en sverðið segja sumir og þessi þrumuræða gæti verið vel til þess fallin að keyra leikmenn hraustlega í gang:
 
Ef menn kaupa ekki hvert orð sem fer hér á eftir þá er allt eins hægt að biðja Hollywood um að leggja niður störf, Pacino er sennilega einhver mesti töffari sem uppi hefur verið. Gott ef það eru ekki til rannsóknir sem styðja við það:
 
Það verður ekkert komist hjá því að líta inn hjá Sly og Rocky þegar verið er að keyra sig í gang:
 
Í Grikklandi kunna menn til verka þegar farið er á kappleik…kannski full mikið eða hvað?
 
Ef stríðsátök eru það sem kveikir eldinn þá verður ekkert komist hjá því að heyra í Spartverjum:
 
Þetta og svo ótal margt fleira er gaman að skoða í samhengi við úrslitakeppnina en eins og svo margir segja, nú er nýtt mót hafið. Deildarkeppninni er lokið og þetta margumtalaða nýja mót hefst í kvöld. Næstu dagar og vikur verða undirlagðar körfubolta, strax á morgun ræðst hvaða lið vinnur 1. deildina, úrslitakeppnin í Domino´s deild kvenna er einnig handan við hornið sem og í 1. deild kvenna. Úrslitahelgar yngri flokka framundan að ógleymdu sjálfu Norðurlandamóti unglinga. Restin af mars, aprílmánuður og vel inn í maímánuð verður körfuboltinn því í brennidepli og mikið að veði. Stöku upphitunar eða stemmningsmyndband verður klippt til að gíra upp mannskapinn en það er víst vinsæl taktík á meðal liðanna og hefur verið í allgóðan tíma.
 
Mynd/ Stórleikarinn Mel Gibson gerði Skotann William Wallace ódauðlegan á hvíta tjaldinu í myndinni Braveheart en úr þeirri ræmu hafa ófá stemmningsmómentin verið notuð til að keyra upp kappið í mönnum.