Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í þýska liðinu MBC töpuðu mikilvægum leik í gær þegar Telekom Baskets Bonn komu í heimsókn. Lokatölur voru 71-77 Bonn í vil og sætið í úrslitakeppninni nánast alveg úr sjónmáli hjá nýliðum MBC. Karfan.is náði tali af Herði sem var að vonum svekktur með tapið.
 
,,Þessi leikur var ,,crucial” upp á baráttuna um sæti í úrslitakeppninni. Hefðum við unnið þennan þá hefðum við átt raunhæfan möguleika en nú erum við þremur leikjum á eftir sætinu í úrslitakeppni og slakari innbyrðisviðureignir þegar sex leikir eru eftir svo þetta er nánast dautt,” sagði Hörður og sagði smá heppni hefði vantað.
 
,,Við vorum að elta allan leikinn, manni fannst vanta þetta auka stopp til að komast yfir og hugsanlega klára þetta en það kom aldrei. Þeir hjá Bonn gerðu vel í lokin með að setja öll vítin sín en við svöruðum alltaf með þrist. Með smá meiri heppni hefðum við tekið þennan,” sagði Hörður. Staðan hjá MBC í dag er þannig að þeir þurfa hreinlega að vinna alla sína sex leiki sem eftir eru og vonast til þess að lið fyrir ofan sig misstígi sig á lokasprettinum.
 
Þá er fallið enn til umræðu þó Giessen 46ers, gamla liðið hans Loga Gunnarssonar, sé fallið þá mega MBC ekki við mörgum tapleikjum til viðbótar svo Hörður og félagar verða að klára mótið af krafti.
 
MBC 71 – 77 TB Bonn
Hörður Axel Vilhjálmsson gerði 16 stig í leiknum á tæpum 34 mínútum. Þristarnir voru 4 af 10, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrrum ÍR-ingurinn Kelly Beidler gerði svo 11 stig og Stjörnumaðurinn eitt sinn, Djordje Pantelic, skoraði 6 stig og tók 7 fráköst.
  
Staðan í Bundesligunni
#  Team G S N PKT + / – DIFF HEIM GAST LAST10 SERIE VGL
 
 
 Brose Baskets 26 21 5 42 : 10 2193 : 1932 +261 13-0 8-5 7-3 – 3  
 
 EWE Baskets Oldenburg 26 18 8 36 : 16 2040 : 1855 +185 11-3 7-5 7-3 + 1  
 
 FC Bayern München 29 18 11 36 : 22 2368 : 2164 +204 12-3 6-8 6-4 – 2  
 
 ratiopharm ulm 26 17 9 34 : 18 2172