Oddaviðureign Snæfells og Njarðvíkur hefur fallið nokkuð í skuggan af fjölmiðlafárinu sem brotist hefur út í tengslum við oddaleik Stjörnunnar og Keflavíkur. Í Hólminum á morgun verða ekki síðri læti þegar Snæfell tekur þar á móti Njarðvík.
 
Heimamenn í Stykkishólmi ætla að tendra upp í grillunum laust fyrir kl. 18 þar sem leikgestir geta torgað í sig gómsætum hamborgurum. Hart verður barist á pöllunum og ætla Njarðvíkingar að fjölmenna með sætaferðum í Stykkishólm. Grænir hafa í báðum leikjum unnið í stúkunni þó staðan sé 1-1 í einvíginu og verður forvitnilegt að sjá hvort stúkan verði ekki rauðmáluð hjá heimamönnum annað kvöld.
 
Mynd/ skuli@karfan.is