Keflvíkingar eiga annasama daga fyrir höndum en í kvöld leikur kvennaliðið toppslag gegn Snæfell í Domino´s deild kvenna og annað kvöld mætast Njarðvík og Keflavík í Domino´s deild karla. Af þessu tilefni rifum við Sigurð Ingimundarson út á Hliðarlínuna og tókum púlsinn á þjálfara Keflavíkurliðanna.
 
Við ræddum úrvalsdeildir karla og kvenna og skildum svo skiptum á spjalli um NBA deildina með Boston Celtics í brennidepli en Sigurður er fylgismaður Boston og einn af fjölmörgum slíkum hérlendis.