Í gærkvöldi komust Sundsvall Dragons í undanúrslit sænsku deildarinnar með 3-1 sigri á 08 Stockholm HR. Næsta einvígi gæti orðið á móti Norrköping en þar leikur Pavel Ermolinskij. Við ræddum við Hlyn um sænska boltann og að sjálfsögðu íslensku úrvalsdeildina sem hann fylgist grannt með og aldrei betur en nú þegar úrslitakeppnin er hafin.