Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir er næsti viðmælandi okkar á Hliðarlínunni. Helena stendur í ströngu þessi dægrin en Good Angels Kosice höfnuðu í 4. sæti meistaradeildarinnar á dögunum og strax í kvöld hefst úrslitakeppnin hjá þeim í Slóvakíu. Álagið er þónokkuð en þar sem Good Angels voru í Rússlandi í meistaradeildinni þurfa þær að leika í úrslitakeppninni í Slóvakíu í kvöld og strax aftur í fyrramálið!