Karfan.is náði eldsnöggu tali af Helenu Sverrisdóttur í kvöld sem að vonum var kampakát með sæti sitt og Góðu Englanna í meistaradeild Evrópu. Good Angels unnu í dag CCC Polkowice og leika í undanúrlsitum á föstudag gegn tyrkneska liðinu Fenerbache.
 
,,Við erum bara ótrúlega stoltar af liðinu, það voru allir ,,all in” og fókusinn var fullkominn. Við vorum tilbúnar að gefa allt sem við áttum í þetta. Það voru ekki margir í Evrópu sem héldu að við gætum komist svona langt en mórallinn er geggjaður og við stöndum þétt saman og spenntar að eiga séns á því að komast í úrslitaleikinn.”