Haukar fögnuðu sigri í fyrstu deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir burstuðu Hött á Egilsstöðum 71-98 í síðustu umferð deildarinnar. Þeir tryggðu sér þar með sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili. Umspil bíður aftur á móti Hattarmanna. Gunnar Gunnarsson hjá austurfrett.is greinir frá.
 
Lykilmenn gestanna úr Hafnarfirði gáfu strax tóninn fyrir það sem á eftir kom. Emil Barja skoraði fyrstu körfuna með þriggja stiga skoti og Terrance Watson tróð síðan boltanum ofan í. Hattarmenn héldu í við Hauka í fyrsta fjórðungi og staðan í lok hans var 17-24.