Í öðrum leik dagsins í bikarúrslitum yngriflokka mættust Keflavík og Haukar í 10. flokki kvenna. Mikill taugatitringur var hjá báðum liðum í upphafi leiks og tók rúmar þrjár og hálfa mínútu að skora fyrstu körfu leiksins úr opnum leik. Fyrsti leikhlutinn var mjög jafn en í öðrum leikhluta yfirspiluðu Haukar Kelfavík gjörsamlega og lögðu grunninn að öruggum 41-55 sigri.
 
Byrjunarlið Keflavíkur: Irena Sól Jónsdóttir, Elfa Falsdóttir, Laufey Rún Harðardóttir, Kristrún Björgvinsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir.
 
Byrjunarlið Hauka: Sylvía Rún Hálfdanardóttir, Rósa Björk Pétursdóttir, Þóra Kristín Jónsdóttir, Inga Rún Svansdóttir og Hanna Þráinsdóttir.
 
Liðunum gekk illa að skora í opnum leik og var staðan aðeins 0-2 þegar þrjár og hálf mínúta voru liðnar af leiknum og komu þau stig af vítalínunni þar sem Inga Rún Svansdóttir setti bæði vítin sín niður. En svo kom Sylvía Rún Hálfdánardóttir Haukum í 0-4 eftir að hafa stolið boltanum. Irena Sól Jónsdóttir og Laufey Rún Harðardóttir jöfnuðu svo leikinn fyrir Keflavík. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði svo 4 stig í röð fyrir Hauka og kom þeim í 4-8. Kristrún Björgvinsdóttir smellir niður þrist með 30 sek. eftir af leikhlutanum og jafnar leikinn í 9-9.
 
Svanhvít Ósk Snorradóttir kemur Keflavík yfir í fyrsta skiptið í leiknum með góðu skoti. Sylvía Rún svaraði því hins vegar með körfu og vítaskoti að auki og kom Haukum aftur yfir 11-12. Svanhvít Ósk dúndrar þá niður þrist og til að hirða aftur forustuna. Haukar létu þristinn ekkert á sig fá og áttu 11-0 kafla áður en Keflavík tókst að skora aftur. Keflavík lenti í bullandi villuvandræðum og lítið gekk upp hjá þeim. Haukar enduðu hálfleikinn á góðri flautukörfu og leiddu örugglega 18-30.
 
Stigahæstar í hálfleik fyrir Keflavík var: Svanhvít Ósk Snorradóttir með 5 stig og hjá Haukum voru það: Sylvía Rún Hálfdanardóttir með 12 stig/3 fráköst/3 stolna bolta, Þóra Kristín Jónsdóttir með 10 stig/5 fráköst og Inga Rún Svansdóttir með 7 stig.
 
Haukar halda áfram að bæta í forustuna og Keflavík heldur áfram að brjóta og brjóta af sér. Keflavík kemst svo í gírinn um miðbik þriðja leikleikhluta og skorar 7-0 eftir þrist frá Kristrún Björgvinsdóttur. Sylvía Rún var þó ekki á því að leyfa Keflavík að koma sér inn í leikinn og setur tvær körfur í röð gegn þeim og Þóra Kristín neglir svo niður þrist til að refsa þeim enn frekar. Haukar juku forustuna sína enn frekar og leiddu 29-44 eftir þriðja leikhlutann.
 
Keflavík byrjaði fjórða leikhlutann á góðri vörn sem að skilaði sér í góðri sókn og skoruðu þær  tvær fyrstu körfur leikhlutans. En eins og í öðrum leikhluta þá stoppuðu Haukar alla von í fæðingu, Dýrfinna Arnardóttir svaraði fyrir Hauka og svo fengu Keflavík dæmdar á sig 8 sek. Ekkert gekk hjá Keflavík og Haukar yfirspila þær 10-0 og hirtu flest fráköst hvort sem er í vörn eða sókn á fimm mínútna kafla. Með 20 stiga mun og eina og hálfa mínútu til leiksloka leyfa bæði lið nýjum leikmönnum að spreyta sig.
 
Stigahæstar hjá Keflavík voru: Irena Sól Jónsdóttir 8 stig/4 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 8 stig/5 fráköst/2 stoðsendingar, Kristrún Björgvinsdóttir 6 stig/5 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4 stig/6 fráköst/2 stolnir boltar.
 
Stigahæstar hjá Haukum voru: Þóra Kristín Jónsdóttir 20 stig/9 fráköst/4 stoðsendingar, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 16 stig/7 fráköst/3 stoðsendingar/4 stolnir boltar, Inga Rún Svansdóttir 12 stig/4 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 0 stig/7 fráköst/5 varin skot.
 
Leikmaður leiksins: Þóra Kristín Jónsdóttir
 
 
 
Fylgstu með Karfan.is á Twitter:

@Karfan_is