Körfuknattleiksþing KKÍ var sett í dag en þegar hafa tillögur sem liggja fyrir þinginu sem og ársskýrsla sambandins verið kynnt almenningi. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ talaði ekki undir neinni rós í setningarræðu sinni í kvöld og sagði forystu KKÍ hafa haft ákveðna forystu og þor í að ræða opinberlega hversu illa ríkisvaldið hefur staðið sig þegar kemur að því að styðja fjárhagslega við bakið á íþróttahreyfingunni.
 
Í ræðu formannsins kemur einnig fram að sambandið skilar tapi upp á rúmar 15 milljónir og skuldir umfram eignir í árslok 2012 voru 22 milljónir. Þá hafi mikil vinna farið í að sækja fjármagn sem því miður hafi ekki skilað sér nægjanlegan vel.
 
,,Ég hvet fyrirtæki landsins að koma til liðs við okkur í körfuboltanum og aðstoða okkur við uppbygginu á afreks-og landsliðsstarfinu,” sagði Hannes í ræðu sinni en hana má nálgast í heild sinni hér.