Nú er hálfleikur í oddaviðureignum kvöldsins. Í Stykkishólmi eru það heimamenn í Snæfell sem leiða 39-35 gegn Njarðvíkingum þar sem Jón Ólafur Jónsson er kominn með 11 stig í liði heimamanna en Elvar Már Friðriksson 8 í liði Njarðvíkinga.
 
 
Í Garðabæ er staðan 41-47 Keflavík í vil þar sem Billy Baptist er kominn með 17 stig en Brian Mills 19 í liði Stjörnunnar.
 
Nánar síðar…
 
Mynd/ nonni@karfan.is – Nigel Moore gerir lokastig fyrri hálfleik í Stykkishólmi fyrir Njarðvíkinga