Grindavík vann frækinn sigur í Stykkishólmi í kvöld í Domino´s deild kvenna er þær lögðu Snæfell 73-76. Með sigrinum er það ljóst að Fjölniskonur eru fallnar og leika í 1. deild á næstu leiktíð.
 
Fyrir leikinn í kvöld hafði Fjölnir 6 stig á botni deildarinnar en Grindavík 12 stig. Nú hafa Grindvíkingar 14 stig í 7. sæti og aðeins átta stig í boði til viðbótar hjá Fjölni. Vinni Fjölniskonur alla sína leiki geta þær einungis jafnað Grindavík að stigum að því gefnu að Grindvíkingar tapi rest leikja sinna. Ef sú staða kæmi upp væru liðin jöfn að stigum en Grindvíkingar hafa betur innbyrðis.
 
Fjölniskonur munu því kveðja úrvalsdeildinni að lokinni venjulegri deildarkeppni og leika í 1. deild kvenna næsta tímabil.
 
Staðan í Domino´s deild kvenna
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Keflavík 20/3 40
2. Snæfell 19/6 38
3. KR 15/8 30
4. Valur 13/11 26
5. Haukar 11/13 22
6. Njarðvík 8/16 16
7. Grindavík 7/18 14
8. Fjölnir 3/21 6