Grindavík tók á móti Haukum í lokaumferð Dominosdeildar kvenna í gærkvöldi. Engin spenna var fyrir umferðina þar sem að allt var orðið ljóst í deildinni nema að Grindavík átti möguleika á að enda fyrir ofan nágranna sína í Njarðvík, sem skipti þó í raun engu máli nema fyrir heiðurinn. Reyndar átti ?, starfsmaður íþróttahússins, afmæli og var það Grindavíkurstúlkum mikið gleðiefni að hafa geta fært henni sigur í afmælisgjöf. Grindavík bauð uppá sýningu og gjörsamlega gekk frá Haukum með 109-55 sigri. Sem eru flest stig skoruð í úrvalsdeild kvenna síðan 17. október 2010 þegar Keflavík skoraði 118 stig.
Byrjunarlið Grindavíkur: Berglind Anna Magnúsdóttir, Crystal Smith, Helga Rut Hallgrímsdóttir, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir og Petrúnella Skúladóttir.
 
Byrjunarlið Hauka: Lovísa Björt Henningsdóttir, Auður Íris Ólafsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Dagbjört Samúelsdóttir og Siarre Evans.
 
13 tapaðir boltar, 8 villur, 1 karfa í opnum leik hjá Haukum í öðrum leikhluta.
 
Eyrún með 6x þrista í fjórða.
 
Stigahæstar hjá Grindavík voru: Eyrún Ösp Ottósdóttir 26 stig/3 fráköst, Crystal Smith 20 stig/7 fráköst/5 stoðsendingar/8 stolnir boltar, Petrúnella Skúladóttir 18 stig/6 fráköst/5 stoðsendingar.
 
Stigahæst hjá Haukum var: Gunnhildur Gunnarsdóttir 26 stig/6 fráköst/4 stolnir boltar.
Leikmaður Leiksins: Eyrún Ösp Ottósdóttir

 
Mynd/ Úr myndasafni – Frá viðureign fyrr í vetur
 
Fylgstu með Karfan.is á Twitter:

@Karfan_is